Póstkortin farin í póst

Von bráðar fær hvert heimili í Fjallabyggð sent 2 póstkort og ísskápssegul með dagskrá sumarsins. Ég vil biðja ykkur að senda póstkortin á ættingja og vini til að minna á þá viðburði sem eru í boði í Fjallabyggð í sumar og hversu gaman er að heimsækja okkur. Upplagt er að lofa krökkunum eða unglingunum að senda annað póstkortið, mörg þeirra hafa aldrei sent póstkort og aldrei fengið persónuleg skilaboð bréfleiðis.

Nú hefur einnig verið efnt til þjóðarátaks í tengslum við “Inspired by Iceland”, markaðsátak ferðaþjónustunnar á erlendum markaði. Þar er skorað á fólk að senda tölvupóst á vini, kunningja, fjölskyldu og viðskiptafélaga erlendis með slóð á glænýtt og skemmtilegt myndband sem sýnir Ísland sem spennandi áfangastað. www.inspiredbyiceland.is  
Þetta átak er aðeins tæknilegra en okkar en svipaðar hugmyndir liggja að baki þeim báðum.

 

Inga Eiríksdóttir

Markaðs- og kynningarfulltrúi Fjallabyggðar