Póstkort til vina og ættingja

Borið hefur á fyrirspurnum um hvort mögulegt væri að nálgast fleiri póstkort með viðburðardagskrá Fjallabyggðar. Áhugasamir geta sótt sér fleiri póstkort á skrifstofur sveitarfélagsins. Kortin kosta ekkert.