Póstkort til vina og ættingja

Eins og margir íbúar Fjallabyggðar hafa eflaust orðið varir við fylgdu með síðustu Tunnu tvö póstkort.  Á póstkortunum er m.a. að finna viðburðardagskrá Fjallabyggðar í sumar.


Hverjum og einum er auðvitað í lófa lagið hvað hann gerir við póstkortin. Hægt er að smella þeim upp á ísskáp eða korktöflu til minnis um viðburðina framundan. Það er hinsvegar okkar von að minnstakosti annað póstkortið verði sent til ættingja eða vina og þeir minnstir á hvað það er gaman að vera í Fjallabyggð og þá skemmtilegu dagskrá sem er framundan.