Polar Siglir kominn til hafnar á Siglufirði.

Íslensk-grænlenska verksmiðjuskipið Polar Siglir GR-650 kom í morgun til Siglufjarðar með um 200 tonn af fiski og 300 tonn af mjöli en veiðiferðin hafði staðið í rúman mánuð. Eins og í fyrra verður skipinu nú lagt við bryggju á Siglufirði og verða landfestar ekki leystar fyrr en í byrjun mars á næsta ári.Polar Siglir er skráð í Nuuk á Grænlandi, og er í eigu Grænlendinga og Íslendinga, en um 40 manns eru í áhöfn. Skipið stundar úthafsveiðar og er uppistaða aflans karfi og grálúða.Frétt á local.is