Páskadagskrá 2018

Það verður líf og fjör í Fjallabyggð um páskahátíðina. Listsýningar, tónleikar, dansleikir, fjölbreytt skemmtun og síðast en ekki síst nægur snjór og skemmtilegheit á skíðasvæðunum. Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í Fjallabyggð yfir páskana.

Dagskrá þessa hátíðardaga í Fjallabyggð er hægt að lesa og eða prenta út hér.

Þau leiðu mistök voru skráð í dagskránna sem birtist í Tunnunni í dag að viðburður á Torginu með Evu Karlottu er sagður vera 2. páskadag kl. 23.00. Viðburðurinn er á páskadag þann 1. apríl kl. 23:00. Lokað er á Torginu þann 2. apríl. Þetta leiðréttist hér með.