Páskar í Fjallabyggð 2019

Páskagleði í Fjallabyggð

Fjallabyggð iðar að lífi, fólki, tónlist og menningu alla páskana.  Páskadagskráin hefst strax föstudaginn 12. apríl með Sigló Freeride keppninni í Skarðinu, leiksýningu, tónleikum KK & föruneytis á Kaffi Rauðku og dagana 12. og 13. apríl verða eitt hundrað ár liðin frá mannskæðustu snjóflóðum í Hvanneyrarhreppi og verður atburðanna minnst með göngu á vegum Síldarminjasafnsins að Evanger verksmiðjunni og einnig verður helgistund í Siglufjarðarkirkju og í Héðinsfirði.  Skíðasvæðin verða opin og veitingastaðir, gallerí og söfn bjóða upp á góða dagskrá líka. Bæði skíðasvæðin verða opin alla daga með endalaust páskafjör í brekkunum fyrir alla fjölskylduna. Í Skarðinu á Siglufirði verður leikjabraut, ævintýraleið, bobb-braut, hólabrautir, pallar, páskaeggjamót, lifandi tónlist og grill svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður lögð 3 km. göngubraut á Hólssvæði. Og það sama má segja um skíðasvæðið Tindaöxl en þar verður opið alla páskana, Bárubrautin verður troðin og tónlist og stemmning í fjallinu.

Þá sem fýsir í menningu og listir þá verður úr nægu að velja en þar má helst nefna að Alþýðuhúsið á Siglufirði verður með tónleika og listasýning í Kompunni. Vinnustofa Abbýar verður opin. Listasýning í Listhús Gallerí á Ólafsfirði. Í Ljóðasetrinu á Siglufirði verður  ljósmyndasölusýning Ljósmyndaklúbbs Fjallabyggðar, lestur passíusálma og margt fleira. Leikfélag Fjallabyggðar er þessa dagana að sýna í Tjarnarborg í Ólafsfirði gamanleikritið Bót og betrun og verður m.a. sýning á skírdag. Segull67 Brugghús verður með kynningu og smökkun.  Apres Ski á Sigló hótel alla dagana og á Kaffi Rauðku verða Stebbi og Eyfi með tónleika á laugardeginum fyrir páska nú og svo verður boðið uppá lifandi tónlist á Torginu og af sjálfsögðu allir  veitingastaðir opnir. Ekki má svo gleyma helgistundum í kirkjunum bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði.

Páskadagskráin er aðgengileg hér fyrir neðan.

Athugið að dagskráin er ekki tæmandi og birt með fyrirvara um breytingar.

Viðburðadagatal um páska -  til útprentunar

Opnunartími íþróttamiðstöðva um páskana

Akstur skólabíls milli byggðakjarna 15. - 17. apríl.