Óveruleg breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008 – 2028

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 14. nóvember 2012 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008 – 2028 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Athafnasvæði við Múlaveg

Breytingin felst í stækkun athafnasvæðis við Múlaveg og breyttri landnotkun þess en í gildandi aðalskipulagi er það skilgreint sem íbúðar- og athafnasvæði. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 2. nóvember 2012 í mkv. 1:10.000 .

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til tæknideildar Fjallabyggðar.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Fjallabyggðar