Óveruleg breyting á Aðalskipulagi

Auglýsing

Óveruleg breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008 – 2028.

Reiðleiðir

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 11. Janúar 2012 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008 – 2028 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í hliðrun reiðleiða og merkingu gamalla reiðleiða á skipulagsuppdráttum dags. 12. Október 2011 í mkv. 1:10.000 .

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til deildastjóra tæknideildar Fjallabyggðar.

Bæjarstjóri Fjallabyggðar