Óskar Guðnason með málverkasýningu

Verk eftir Óskar
Verk eftir Óskar

Dagana 6. - 12. júlí verður Óskar Guðnason með málverkasýningu á 2. hæð í Ráðhúsi Fjallabyggðar. Sýningin opnar kl. 17:00 miðvikudaginn 6. júlí. 

Opið verður milli kl. 14:00 - 18:00 á virkum dögum og milli kl. 13:00 - 17:00 laugardag og sunnudag.

ÓSKAR GUÐNASON ER FÆDDUR Á HÖFN Í HORNAFIRÐI - 1951.
 
ÞAR  HÓFST LISTRÆNT UPPELDI ÓSKARS EN HORNFIRSK FJÖLL OG JÖKLAR MEÐ SÍNUM STERKU LITBRIGÐUM ERU HLUTI AF GLEÐI OG SORG HINS DAGLEGA LÍFS ÞAR UM SLÓÐIR. ENDALAUSIR SANDAR, HAFALDAN KRÖPP, VINDAR EILÍFÐARINNAR MEÐ STRAUMUM LÍFS OG DAUÐA EIGA ÞAR HEIMA.
Á VORIN LIFNAR ALLT VIÐ, HEITUR VORBLÆRINN HREKUR Á BROTT KALDAN VETURINN, HIMININN LOGAR, GLEÐIN OG HAMINGJAN VERÐA ALLSRÁÐANDI, KYRRÐIN UMVEFUR ALLT OG LITADÝRÐIN ER ÓENDANLEG.
   
ÞETTA SJÓNARSPIL NÁTTÚRUNNAR HEFUR VERIÐ INNBLÁSTUR OKKAR ÞEKKTUSTU MYNDLISTARMANNA SEM HAFA GERT ÓMETANLEG LISTAVERK SEM BORIÐ HAFA HRÓÐUR ÍSLANDS UM VÍÐA VERÖLD.
MEÐAL ÞESSARA MEISTARA ERU ABSTRAKTMÁLARINN SVAVAR GUÐNASON, AFABRÓÐIR ÓSKARS OG HÖSKULDUR BJÖRNSSON, ÖMMUBRÓÐIR HANS SEM MÁLAÐI FJÖLBREYTT FUGLA- OG DÝRALÍF OG VAR OFT NEFNDUR FUGLAMÁLARINN.
 
SEM LÍTILL DRENGUR HAFÐI ÓSKAR VERK ÞESSARA MEISTARA FYRIR AUGUNUM Á HEIMILI AFA SÍNS OG ÖMMU OG REYNDI AРRÁÐA Í HVAÐ ÞESSI LITRÍKA ABSTRAKT UPPLIFUN VAR AÐ SEGJA ! 
LITIRNIR VORU ALLT Í SENN - KRAFTMIKLIR, FJÖRUGIR, YFIRÞYRMANDI, ÓGNANDI, SJÓÐHEITIR OG ÍSKALDIR.  ÞEIR VEITTU ÍMYNDUNARAFLINU ÓSKORAÐ FRELSI TIL AÐ FERÐAST UM Í HEIMI BIRTU OG SKUGGA.  HLUTLÆGUR VERULEIKI GUFAÐI UPP EINS OG DÖGG FYRIR SÓLU OG STERK HUGHRIF LITANNA BJUGGU TIL NÝJA HEIMA.
   
EN SNJÓTITTLINGAR OG ÆÐAKOLLUR ÞESSA HEIMS SEM HÖSKULDUR VAR SVO ÞEKKTUR FYRIR AÐ MÁLA OG GÆÐA LÍFI, LEIDDU DRENGINN UNGA AFTUR INN Í RAUNVERULEIKANN, TIL AÐ TAKAST Á VIÐ ÁLFA OG TRÖLL SEM BJUGGU Í KLETTUNUM Í NÁGRENNINU OG VILDU FARA Í INDÍÁNALEIK Í FJÖRU-BORÐINU, ÚTI Í ÁLAUGAREY EÐA INNI Í HROSSABITSHAGA. BLÁR FJALLAHRINGURINN MEÐ HVÍTUM KÖLDUM JÖKULTUNGUM HÉLT ÞESSU ÖLLU SAMAN OG GLOTTI VIÐ TÖNN !  
 
EN HIMININN LOGANDI RAUÐUR MEÐ SKÝJAMYNDUM - SEM GÁFU ÍMYNDUNARAFLINU LAUSAN TAUMINN OG VEITTU INNSÝN INN Í HIÐ STÓRFENGLEGA KRAFTAVERK SEM AÐ LÍFIÐ ER OG HVE DÝRMÆT HVER STUND ER - Í GLEÐI OG SORG, MÁLAÐI HINA EILÍFU SÓNÖTU KÆRLEIKANS. 
 
ER EINHVER DAGUR BETRI TIL ÞESS AÐ VERA HAMINGJUSAMUR – EN DAGURINN Í DAG ?
 
ÓSKAR HEFUR SÝNT VERK SÍN, SEM FLEST ERU UNNIN Í OLÍULITUM, Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM:
 
1.   CANBERRA ÁSTRALÍU, THE CENTRAL JAZZCLUB  1994
2.   MENNINGARMIÐSTÖÐ U.S.A.  Í REYKJAVÍK  1996
3.   HÓTEL HÖFN, Á 100 ÁRA KAUPSTAÐARAFMÆLI HAFNAR  1997  
4.   Í PAKKHÚSINU, HÖFN HORNAFIRÐI  2014
5.   DOMUS MEDICA, Í VEITINGASALNUM  2015
6.   VEITINGASTAÐNUM ENERGIA, SMÁRALIND 2015
7. SAFNHÚSINU Í VESTMANNAEYJUM – MARS 2016.