Orkusalan færir sveitarfélaginu Grænar greinar

Fjallabyggð fær Grænar greinar 

Grænar greinar er eitt af grænum verkefnum Orkusölunnar og er fyrst og fremst hugsað til vitundarvakningar og skemmtunar. Í fyrra gróðursetti Orkusalan yfir þúsund plöntur í skógi sínum við Skeiðsfossvirkjun og áttu góðan dag saman með starfsmönnum og þeirra fjölskyldum eftir að verkefni sumarsins kláraðist. Frá því að Orkusalan var stofnuð hefur fyrirtækið ræktað skóg við Skeiðsfossvirkjun. Markmið skógræktarinnar er að rækta fjölnytjaskóg sem fellur vel að landinu, því fellur þetta verkefni vel að markmiðunum.

Orkusalan setur sér háleit markmið þegar kemur að umhverfismálum og er þetta græna verkefni sumarsins, eins og árið á undan, að afhenda sveitarfélögum landsins að gjöf Grænar greinar Orkusölunnar til gróðursetningar. Orkusalan er eina orkufyrirtækið á almennum markaði sem er kolefnishlutlaust.

Orkusalan mun að sjálfsögðu gróðursetja til jafns á við sveitarfélögin. 

 

Á myndinni má sjá þær Ríkeyju Sigurbjörnsdóttur og Lindu Leu Bogadóttur með Bergfuru sem gróðursett verður á góðum stað í sveitarfélaginu.