Opnun sýningarinnar Ólafsfjarðarvatn í Pálshúsi 18. maí

Opnun sýningarinnar Ólafsfjarðarvatn í Pálshúsi Strandgötu 4, Ólafsfirði laugardaginn 18. maí nk. kl. 14:00.

Þá er einnig opnuð listsýning Kristins E. Hrafnssonar í Pálshúsi.

Í verkum Kristins má greina heimspekilegan þráð og vangaveltur um rúm og tíma, hreyfingu, afstæði og tungumál. List hans fjallar um manninn og skilning hans á umhverfi sínu og hvernig náttúran mótar sýn hans og samskipti.

Allir velkomnir!