Opnun á skíðasvæðinu frestað

Frá skíðasvæðinu í Skarðsdal. (Mynd: www.skardsdalur.is)
Frá skíðasvæðinu í Skarðsdal. (Mynd: www.skardsdalur.is)
Þau tíðindi voru að berast frá Fjallamönnum, starfsmönnum skíðasvæðisins á Siglufirði, að því miður geti þeir ekki opnað skíðasvæðið laugardaginn 22. nóvember eins og til stóð.  
Það hefur tekið upp allan snjó á Neðstasvæðinu og mikið á T-lyftusvæði. Veðurspá næstu daga er þeim ekki í hag, engin úrkoma er í kortunum og er reyndar blíðuveður en þeir hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að þetta hvíta (snjórinn) komi í dalinn fagra 26.nóvember.