Opna Sparisjóðsmótið í golfi - leiðrétting

Í frétt um opna Sparisjóðsmótið í Golfi frá í gær var sagt að golfararnir hefðu farið 18 holurnar á metskori. Hið rétta er að ákveðið var að fækka holunum um 9 vegna veðurs!

Sigurbjörn Þorgeirsson frá GÓ varð efstur í karlaflokki og fór 9 holurnar á 40 höggum og Stefanía Anna Einarsdóttir frá Golfklúbbi Akureyrar varð efst í kvennaflokki með 62 högg. Rósa Jónsdóttir frá GÓ fór völlinn einnig á 62 höggum, en varð í 2. sæti vegna lægri forgjafar.

Beðist er velvirðingar á þessari villu.