Opna Sparisjóðsmótið í golfi

Opna sparisjóðsmótið í golfi fór fram í gær í ekta haustveðri á golfvelli Golfklúbbs Ólafsfjarðar á Skeggjabrekkudal.

Sigurbjörn Þorgeirsson frá GÓ varð efstur í karlaflokki og fór 18 holurnar á 40 höggum. Stefanía Anna Einarsdóttir frá Golfklúbbi Akureyrar varð efst í kvennaflokki með 62 högg. Rósa Jónsdóttir fór völlinn einnig á 62 höggum, en varð í 2. sæti vegna lægri forgjafar (ef höfundur skilur þetta rétt!).

Nánari upplýsingar er að finna á www.golf.is.