Opinn íbúafundur í Tjarnarborg með fulltrúum framboða til sveitarstjórnar í Fjallabyggð - Rútuferð í boði

Mynd: Elías Pétursson
Mynd: Elías Pétursson

Fjallbyggð býður íbúum til opins íbúafundar í tilefni komandi sveitarstjórnarkosninga, mánudaginn 9. maí kl. 19:30 í Tjarnarborg.

Rúta fer frá torginu Siglufirði kl. 19:00 og til baka að loknum fundi, áætlaður tími kl. 21:30. Ef enginn nýtir sér rútuferð frá Siglufirði á fundinn falla báðar ferðir niður. 

 Fyrirkomulag fundar:

  • Framsaga framboða: 10 mínútna framsaga hvers framboðs.
  • Pallborð: Þrír fulltrúar frá hverju framboði sitja í pallborði og svara spurningum úr sal.
  • Lokaorð: 5 mínútna lokaorð.

  Fundarstjóri, Ingvar Erlingsson

 Íbúar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og eiga samtalið við frambjóðendur.

 Léttar kaffiveitingar.