Opin vinnustofa í Alþýðuhúsinu

Verk eftir Aðalheiði.
Verk eftir Aðalheiði.
Laugardaginn 8. nóv. kl. 14.00 - 17.00 verður Aðalheiður S. Eysteinsdóttir með opna vinnustofu í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Nú eru að verða þrjú ár frá því Aðalheiður keypti húsið og gerði upp sem vinnustofu og heimili með menningarlegu ívafi. Fyrir utan vinnu Aðalheiðar að eigin verkum fer starfssemin sívaxandi. Skipulagðar sýningar eru allt árið í Kompunni galleríi í miðju hússins. Fjölþjóðleg árleg smiðja skapandi fólks " Reitir " hefur fest sig í sessi, og nú bætist við " Hústaka " sem er listahátíð ungs fólks og fer fram 15. nóv. Aðrir menningarviðburðir sem settir hafa verið upp eru t.d. Sirkussýning, ljóðakvöld, fyrirlestrar, tónleikar, nútímadans og gjörningahátíð.

Fólki gefst kostur á að spjalla við Aðalheiði um verkin hennar, njóta kaffiveitinga, skoða sýningu Guðrúnar Pálínu í Kompunni sem nú fer að ljúka og hugsanlega kaupa sér smáskúlptúra til jólagjafa.

Verið velkomin að eiga notalega stund í Alþýðuhúsinu.


Eitt af verkum Aðalheiðar.