Opinn fundur foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar

Foreldrafélag Grunnskóla Fjallabyggðar boðar til opins fundar í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði, miðvikudaginn 26. apríl kl. 18:00.

Efni fundar:
Lausnamiðuð umræða um fræðslustefnu og aðgerðaráætlun Fjallabyggðar.

Foreldrafélagið vonast til að sjá sem flesta foreldra og forráðamenn barna í Grunnskóla Fjallabyggðar á fundinum.