Opið um helgina í listasafni ráðhússins á Siglufirði

Um helgina verður listsalurinn á 2. hæð í Ráðhúsinu á Siglufirði opinn almenningi.

Þar er hægt að fá kynningu á listaverkaeign Fjallabyggðar og sjá nokkuð af listaverkum í eigu sveitarfélagsins.

Við hvetjum bæjarbúa sem og aðra gesti til þess að skella sér í ráðhúsið og skoða þessi fallegu og sögufrægu listaverk.