Opið hús fyrir aldraða í Menningarhúsinu Tjarnarborg

Í apríl og maí verður boðið upp á opið hús fyrir aldraða í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Opið verður sem hér segir:
Þriðjudagar frá kl. 10:00 – 13:00
Komið og hittist yfir kaffibolla. Takið í spil, teflið, púslið, komið með handavinnuna, skerið út. Eitthvað fyrir alla.
Fimmtudaga frá kl. 10:00 – 13:00
Gömlu dansarnir, takið með ykkur dansherra/dömu þótt yngri sé og takið snúning. Þeir sem ekki geta tekið sporið, geta tekið með sér handavinnu eða bara fengið sér kaffisopa og spjallað.

ATH! Ekki verður opið á Sumardaginn fyrsta

Nánari upplýsignar veitir Anna María Guðlaugsdóttir, forstöðumaður í síma 466 2188 eða 853 8020.