Fara í efni  

Auglýst eftir umsóknum í húsafriðunarsjóð

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Húsafriðunarsjóði fyrir árið 2019. Umsóknarfrestur er til og með 1. desember nk.  

Umsóknareyðublöð má finna hér

Umsækjendum er bent á að lesa vel allar þær leiðbeiningar sem koma fram fram á eyðublaðinu, bæði í upphafi þess og neðanmáli. 

Síðasti dagur til að skila umsóknum er 1. desember 2018. Ekki verður tekin afstaða til umsókna sem berast eftir það. 

Gert er ráð fyrir að úthlutun liggi fyrir eigi síðar en 15. mars 2019.

 

Hlutverk húsafriðunarsjóðs er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja.  Sjóðurinn veitir styrki til viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum. Sjóðnum er einnig heimilt að veita styrki til viðhalds og verndunar annarra mannvirkja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi sem og annarra verkefna er stuðla að verndun byggingararfsins og annarra mannvirkja. Sjóðnum ber að stuðla að byggingarsögulegum rannsóknum, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær. 

 

Reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði má finna hér. 

Hér má finna upplýsingar um einstakar styrkúthlutanir síðustu ára.

Allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is.


Getum við bætt efni síðunnar?