Ólympíuhlaup ÍSÍ lokið

Mynd: Grunnskóli Fjallabyggðar
Mynd: Grunnskóli Fjallabyggðar

Þann 25. september sl. fór fram í Grunnskóla Fjallabyggðar, Ólympíuhlaup ÍSÍ (áður Norræna skólahlaupið). Gríðarlega góð þátttaka var meðal nemenda en alls tóku 79 krakkar 6. – 10. bekkjar þátt í hlaupinu og hlupu þeir samtals 655 km.

Að þessu sinni létu nemendur gott af sér leiða og söfnuðu áheitum fyrir Sigurbogann, styrktarfélag Sigurbjörns Boga Halldórssonar, 7 ára fjölfatlaðs drengs á Siglufirði.

Foreldrar, aðstandendur og aðrir gestir fjölmenntu við hlaupaleiðina til að hvetja nemendur og skapaðist mikil og skemmtilegt stemning í bænum.

Á næstu dögum munu svo krakkarnir innheimta áheitin sem þeir söfnuðu.