Olga Vocal með tónleika í Tjarnarborg

Sönghópurinn Olga Vocal
Sönghópurinn Olga Vocal

Olga Vocal Ensemble heldur í tónleikaferðalag til Íslands fjórða sumarið í röð! Í þetta skiptið verður Víkingaþema. Öll lögin á efnisskránni hafa tengingu við lönd sem víkingar heimsóttu. Þar má finna allt frá íslenskum þjóðlögum til ABBA-slagara. Olga lauk nýverid vid upptökur á sinni annarri hljómplötu og verður hún til sölu í sumar. Sigurður Rúnar Jónsson sem er betur þekktur sem Diddi Fiðla sá um upptökur.

Miðvikudaginn 27. júlí verður Olga í Menningarhúsinu Tjarnarborg á Ólafsfirði kl. 20:00!

Söngvarar:
Bjarni Guðmundsson - 1. tenór
Jonathan Ploeg - 2. tenór
Gulian van Nierop - Baritón
Pétur Oddbergur Heimisson - 1. bassi
Philip Barkhudarov - 2. bassi

Netsala:  www.tix.is 
2.500 almennt verð
1.500 fyrir nema, öryrkja og eldri borgara

Miðasala við hurðina:
3.000 almennt verð
2.000 fyrir nema, öryrkja og eldri borgara
Frítt fyrir 16 ára og yngri.
Allar Olgur fá frítt inn!