Olga Vocal Ensemble með tónleika í Tjarnarborg

Olga Vocal Ensemble mun halda tónleika í Tjarnarborg í Fjallabyggð sunnudaginn 26. júlí kl. 20:00. Þetta er því þriðja sumarið í röð sem hópurinn heldur tónleika í Tjarnarborg og tilhlökkunin er mikil á meðal strákanna í Olgu. Þess má til gamans geta þá stunda allir meðlimir Olgu söngnám hjá Ólafsfirðingnum Jóni Þorsteinssyni.

Olga Vocal Ensemble færir gleði og hamingju. Gleði og hamingju, sem Olga vill deila með heiminum. Þessir fimm ungu menn eru tilbúnir til að sigra hvert hjarta með kraftmiklum og fallegum söng ásamt einstakri framkomu. Olga fer nýjar leiðir í að nálgast gamlar hefðir.  Með einlægri framkomu sinni sameinar hún eldmóð og kímnigáfu í leikrænni tjáningu sem hentar öllum aldurshópum.
Efnisskrá Olgu hefur vakið athygli fyrir óhefðbundna uppbyggingu, þar sem kraftmikil klassísk tónlist mætir vinsælum dægurlögum – allt frá íslenskum drykkjuvísum frá miðöldum, til angurværra tóna hinna gömlu góðu daga. Hljómurinn sem einkennir Olgu sameinar alla tónlist í eina heild á mjög áhrifaríkan hátt.  
Olga leit fyrst dagsins ljós árið 2012 í tónlistarskóla HKU í Utrecht, Hollandi. Hún býr svo sannarlega yfir alþjóðlegum anda en meðlimir hennar eru af hollensku, íslensku og rússnesku bergi brotnu. Þau verk sem hún flytur eru frá fjölmörgum löndum, og eru eins mismunandi og þau eru mörg. Ferill Olgu er sannarlega glæsilegur en hún á nú þegar að baki ótal tónleika á Íslandi sem og erlendis. Frá upphafi hefur hún reglulega farið til Íslands á tónleikaferðalag. Til gamans má geta hefur hún haft það að sið að bjóða Olgum á tónleika án endurgjalds og mættu í eitt skipti 13 Olgur á tónleika. Olgumenn tóku upp sinn fyrsta geisladisk árið 2014. Þeir hafa setið námskeið hjá Paul Phoenix, sem áður var í The King's Singers, og ættleiddu rauðan ketil sem lukkudýr, en hann gengur undir nafninu Ketill Olguson.

Paul Phoenix (fyrrverandi meðlimur The King's Singers) hafði þetta að segja um Olgu:
“In October 2014 I had the pleasure of spending three days working with Olga Vocal Ensemble at the Utrecht Music Conservatorium. Amongst many ensembles I've coached and worked with around the world, Olga stands out as being an outstanding group, performing to the highest standards and having great potential for the future. I love their style, their humour and spirit, as well as the unique sound which stems from their Icelandic roots and their love of folk music. See them in concert, listen to their recordings and be charmed by their wit!”

Tónleikadagskrá Olgu í sumar:

22. júlí  – Félagsheimilið Hvoll, Hvolsvöllur kl. 20:00
24. júlí – Djúpavogskirkja, Djúpivogur kl. 20:00
26. júlí – Tjarnarborg, Ólafsfjörður kl. 20:00
29. júlí – Háteigskirkja, Reykjavík kl. 20:00
30. júlí  – Leikfimihúsið á Hvanneyri kl. 20:00
1. ágúst – Flateyjarkirkja, Flatey á Breiðafirði kl. 18:00

Hægt er að kaupa miða á midi.is 

Sönghópurinn Olga
Sönghópurinn Olga í Tjarnarborg 2014.