Olga Vocal Ensemble með jólatónleika í Tjarnarborg 10. desember kl. 20:00

Olga Vocal Ensemble heldur jólatónleika í Tjarnarborg á Ólafsfirði föstudaginn 10. desember kl. 20:00 og flytur meðal annars efni af plötunni Winter Light sem er jafnframt fyrir jólaplata hópsins.

Hægt er að kaupa miða hér á Tix.is

Olga Vocal Ensemble ætlar að syngja jólin inn í ár í Tjarnarborg. Þetta verður í fjórða skipti sem Olga heldur tónleika á Íslandi yfir jólahátíðina.. Efnisskráin verður skemmtilega fjölbreytt og hentar fólki á öllum aldri og Olga mun m.a. flytja lög af fyrstu jólaplötu hópsins, sem kemur út í byrjun desember og kallast Winter Light

Í ljósi aðstæðna hvetjum við gesti til að bera grímur á meðan á tónleikum stendur og passa vel upp á persónubundnar sóttvarnir. Að auki þá er gerð krafa um að fara í hraðpróf fyrir tónleikana sem ekki má vera eldra en 48 klst. gamalt.

Við erum gríðarlega spenntir að syngja í Tjarnarborg og hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Olga Vocal Ensemble er sönghópur sem hefur verið starfræktur síðan árið 2012 en hópurinn hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi sumarið 2013 og hefur heimsótt Ísland á hverju ári síðan þá, að undanskildu árinu 2020. Hópurinn er skipaður 5 strákum, 3 eru búsettir í Hollandi og 2 eru búsettir á Íslandi. í Olgu eru Hollendingarnir Jonathan Ploeg og Arjan Lienaerts, Englendingurinn Matthew Lawrence Smith, rússneski Bandaríkjamaðurinn Philip Barkhudarov og Íslendingurinn Pétur Oddbergur Heimisson.

Olga hefur gefið út 3 geisladiska, fyrsti diskurinn kom út árið 2012, Vikings kom út árið 2016 og It’s a Woman’s World kom út árið 2018. Sumarið 2021 kom síðan út 4. diskur hópsins, Aurora, en hann verður einnig fáanlegur á vínylplötu. Í byrjun desember kemur síðan út fyrsti jóladiskur Olgu sem ber heitið Winter Light. Hann verður til sölu á tónleikunum.

Spaceman Came Travelling