FRESTAÐ - Ólafsfjörður fagnar 75 ára kaupstaðarafmæli 1. ágúst

Í tilefni af 75 ára kaupstaðarafmæli Ólafsfjarðar þann 1. janúar sl. býður Fjallabyggð íbúum og öðrum gestum til kaffisamsætis, undir berum himni, í Strandgötunni Ólafsfirði (gegnt Pálshúsi) laugardaginn 1. ágúst frá kl. 14:30-17:00. 

Dagskrá laugardagsins er afar fjölbreytt og ættu allir að geta notið menningar, tónlistar og auðvitað bragðað á dásamlegri 6 metra afmælistertu í boði Fjallabyggðar. 

Afmælisdagur - laugardagur 1. ágúst

Kl. 09:00                  Fánar dregnir að húni.

Kl. 10:00-12:00  Náttúra og listsköpun Gróðursetning á vegum Skógræktarfélags Fjallabyggðar.
Öllum gefst kostur á að gróðursetja plöntur og drekka kaffi úti í náttúrunni. Umsjón: Anna María Guðlaugsdóttir. 
 
Kl. 13:30    Pálshús - Opnun efri hæðar Pálshúss "Ólafsfjarðarstofu".
Eftir viðamiklar endurbætur á húsinu verður "Ólafsfjarðarstofa" á efri hæð Pálshúss opnuð. Á sama tíma opna Sigtryggur Bjarni Baldvinsson myndlistarmaður og Tinna Gunnarsdóttir vöruhönnuður samsýninguna "Hljómur úr firði - Litir frá J.S.Bach"  í sýningarsalnum.   

Verk þeirra beggja miða að því að miðla hrynjanda, litum og formum úr ólíkum uppsprettum. 

Kl. 14:30-17:00 Hátíðarkaffi fyrir bæjarbúa og aðra gesti í Strandgötu (gegnt Pálshúsi)

  • Ávarp
  • Kaffi, afmælisterta, grillaðar pylsur og drykkir
  • Tónlistaratriði
  • Hoppukastalar fyrir börnin

Kl. 16:00 Tjarnarborg; Úrdráttur úr leikritinu „Horfðu glaður um öxl“ eftir Guðmund Ólafsson í flutningi Leikfélags Fjallabyggðar. 
Félagar úr Leikfélagi Fjallabyggðar flytja dagskrá úr söguannál „Horfðu glaður um öxl“ sem fluttur var 1995 þegar Ólafsfjörður átti 50 ára kaupstaðarafmæli. Guðmundur Ólafsson tók saman.

Kl. 20:00 Dagskrá Berjadaga; Tjarnarborg - Óperukvöld við tjörnina. 
Hrólfur Sæmundsson baríton og Sigrún Pálmadóttir sópran syngja við undirleik Elju kammersveitar, aríur eftir Georg Friedrich Händel, Giuseppe Verdi og Richard Wagner.  Í tilefni 250 ára afmælis Beethoven leikur Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson, píanóleikari saman sónötu nr. 2 í g-moll fyrir píanó og selló. Þorsteinn Gauti leikur einnig einleik á flygilinn í Tjarnarborg verk eftir Edvard Grieg og Maurice Ravél. Veisla söngs og leiks lýsir þessari kvöldstund þar sem tónlistin sprettur fram í ýmsum myndum og formum. 
Hljómsveitarstjóri,  Bjarni Frímann Bjarnason og listrænn stjórnandi Ólöf Sigursveinsdóttir.
Miðaverð er 3.500 kr.  Miðasala fer fram á www.tix.is og við innganginn. Frítt fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára. 

Kl. 22:00 Dagskrá Berjadaga; Tjarnarborg -  Hundur í óskilum upp á svið.  
Eftir viðburðaríkan laugardag verður öllu tjaldað til. Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen taka hús á Firðinum og skreyta hátíðina eins og þeir hafa áður gert í Ólafsfirði með leik og söng. Miðaverð er 2.000 kr. og fer miðasala fram á www.tix.is og við innganginn. Frítt fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára. 

 

Íbúar Fjallabyggðar og aðrir gestir eru hvattir til að taka þátt í hátíðarhöldunum. 
Gerum daginn eftirminnilegan.

Höfum í huga gildandi takmarkanir á samkomum og virðum 2ja metra regluna eins og kostur er. 
 Áfram er hvatt til hreinlætis, handþvottar og notkunar handspritts.