Ólafsfjörður áberandi í nýrri kvikmynd Ruff Riders

Skjáskot úr myndinni Suspense
Skjáskot úr myndinni Suspense

Vélsleða og mótorkross kvikmyndin „Suspense“ frá sænska jaðarhópnum Ruff Riders kom út á YouTube um helgina eftir að hafa farið fyrst í gegnum kvikmyndahús í Svíþjóð og fengið góð viðbrögð. Kvikmyndin veitir góða innsýn inn í vélsleða og mótorkross sportið eins og fyrr segir og þar spilaði íslenska vetrarparadísin á Ólafsfirði stórt hlutverk. Ruff Riders hópurinn flaug til íslands og hitti þar fyrir einn af reynslumeiri vélsleðamönnum íslands, hann Guðmund Skúlason. Saman fór svo hópurinn keyrandi á Tröllaskagan og kom sér fyrir út á Kleifum sem er í fimm mínútna fjarlægð frá Ólafsfirði. Þaðan brunuðu menn upp í fjallagarðana í kring og tóku upp mögnuð skot fyrir þessa frábæru mynd.

Sjá nánar inn á heimasíðunni www.mellow.is