Grunnskóli Fjallabyggðar áfram í hæfileikakeppni Fiðrings 2023

Fiðringur á Norðurlandi er hæfileikakeppni grunnskóla að fyrirmynd Skrekks í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi. 
Fyrri undankeppni hæfileikakeppninnar Fiðrings 2023 fór fram þriðjudaginn 18. apríl sl. í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði.  Nemendur úr 8.-10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar tóku þátt og gerðu sér lítið fyrir og komust áfram,  ásamt Giljaskóla og Glerárskóla. Munu þau svo  taka þátt í úrslitakvöldinu sem fram fer  í Hofi Akureyri þann 25. apríl nk. Atriði Grunnskóla Fjallabyggðar okkar heitir Seinna er of seint og fjallar um áhrif hlýnun jarðar. 

Seinni undankeppni Fiðrings var haldin 19. apríl sl. og þar kepptu Oddeyrarskóli, Síðuskóli, Lundarskóli, Þelamerkurskóli, Hrafnagilsskóli og Borgarhólsskóli. Þar voru einnig valin þrjú atriði sem taka þátt í úrslitakvöldinu. Dómarar velja síðan tvö atriði í viðbót (wildcard) þannig að átta skólar fara í úrslit.

Nemendur þátttökuskólanna hafa samið sitt eigið atriði og æft af kappi alla vorönnina undir handleiðslu leiðbeinanda þar sem mikil áhersla er lögð á sjálfstæð og lýðræðisleg vinnubrögð. Nemendur sjá alfarið um listræna útfærslu hvað varðar búninga, leikmynd, sviðshreyfingar, ljós og hljóð. 

Frábær árangur hjá okkar fólki - Til hamingju !

Myndaalbúm

Sjá frétt og myndir á heimasíðu Grunnskóla Fjallabyggðar.