Ókeypis í sund fyrir börn

Á síðasta bæjarstjórnarfundi var samþykkt að frá og með 1. ágúst fái börn í grunnskóla frítt í sund. Fyrir fá börn undir grunnskólaaldri frítt í sund og því þýðir þetta að öll börn fá frítt í sund í Fjallabyggð fram til 16 ára aldurs.
Sundlaugin á Siglufirði er opin frá 6:30 – 21:00 alla virka daga og frá 10:00 – 17:00 um helgarSundlaugin í Ólafsfirði er opin frá 6:45 – 20:00 frá mánudegi til fimmtudags, frá kl. 6:45 – 19:00 á föstudögum og frá 10:00 -17:00 um helgar.