Öflugir strákar - sjálfstyrkingarnámskeið fyrir drengi í Grunnskóla Fjallabyggðar

Undanfarin ár hefur Grunnskóli Fjallabyggðar boðið stúlkum á miðstigi upp á stúlknanámskeið sem er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur en ekkert sambærilegt efni hefur verið til fyrir drengi á þessum aldri. Fræðslu- og frístundanefnd lagði til við bæjarstjórn að í fjárhagsáætlun 2019 yrði gert ráð fyrir að kaupa fræðslu í þessum anda fyrir drengi á miðstigi.

Bjarni Fritzson kennir sjálfstyrkingarnámskeið fyrir drengi og byggir það á bók sinni Öflugir Strákar sem kom út árið 2016. Áhersla er lögð á kennslu í gegnum fyrirlestra-verkefnavinnu-framkomu og fjörefli. Markmið Bjarna með námskeiðinu er að gera strákana öflugari en áður.

Næstkomandi mánudag, 7. janúar mun Bjarni Fritzson koma í Grunnskóla Fjallabyggðar og halda námskeið/fræðslu fyrir drengi í 4.-5. bekk og 6.-8.bekk. Um er að ræða 2 klst fyrir hvorn hóp.

Sama dag, mánudaginn 7. janúar,  kl. 17:30 verður Bjarni Fritsson með foreldrafund fyrir foreldra þessara drengja í grunnskólahúsinu í Ólafsfirði. Þar fer Bjarni yfir námskeiðið og ræðir við foreldra um málefnið.

Mjög mikilvægt er að foreldrar mæti vel á fundinn og geti tekið umræðuna áfram með sínum drengjum heimafyrir.