Ófærð 2

Halló Kæru Siglfirðingar

Takk kærlega fyrir aðstoðina síðastliðna helgi.

Nú höfum við staðið í ströngu við að kvikmynda stóra og flókna senu á ráðhústorginu og hefði það svo sannarlega ekki verið mögulegt nema með aðstoð ykkar.

Nú halda leikar áfram og hefjum við nýja vinnuviku á kvikmyndatökum við Hlíðarveg fyrir ofan kirkjuna og verjum svo deginum að mestu leyti í Hafnartúni.
Dagana í vikunni verða svo allskonar kvikmyndatökur af ýmsum stærðum á hinum og þessum stöðum í bænum.

Með þökkum og bestu kveðjum.

Ófærð