Nýtt vefnám um þjónustugæði í ferðaþjónustu

Impra á Nýsköpunarmiðstöð hefur nú sett á vefinn nýtt vefnám um þjónustugæði fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og starfsmenn þeirra. Að ýmsu þarf að huga þegar grunnur er lagður að rekstri fyrirtækja og eitt af því allra mikilvægasta eru þjónustugæði. Vefnám Impru í þjónustugæðum í ferðaþjónustu fjallar um grundvallaratriði þjónustugæða á hnitmiðaðan og aðgengilegan hátt. Um er að ræða tvær útgáfur af vefnáminu, annars vegar fyrir stofnendur eða framkvæmdastjóra fyrirtækjanna og hins vegar starfsmenn þeirra. Með vefnámi er átt við að hægt er að horfa á fyrirlestra á netinu.
Hægt er að finna námið hér http://www.nmi.is/impra/namskeid/thjonustugaedi-i-ferdathjonustu/