Nýtt Síldarævintýri lýtur dagsins ljós
Þjónustuaðilar og áhugafólk um menningu og mannlíf á Siglufirði hafa tekið sig saman og halda nú Síldarævintýri á Siglufirði undir nýjum og breyttum formerkjum.
Hátíðin verður samsett af um 50 stórum og smáum viðburðum vítt og breytt um bæinn og munu gestir hátíðarinnar njóta viðburða á hverju götuhorni.
Síldarævintýrið 2019 er fjölskylduhátíð og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi um helgina.
Þjónustuaðilar og áhugafólk um menningu og mannlíf á Siglufirði standa að hátíðinni í ár en í stýrihópi hátíðarinnar eru þau Þórarinn Hannesson, Guðmundur Óli Sigurðsson og Halldóra Guðjónsdóttir. Fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar styðja við hátíðina og ákveðna viðburði.
Dagskrá hátíðarinnar er aðgengileg hér.