Nýtt og betra listasafn - Formleg opnun á endurgerðu Listasafni Akureyrar

Formleg vígsla og opnun stórbættra og aukinna salarkynna Listasafnsins á Akureyri fer fram á Akureyrarvöku laugardaginn 25. ágúst næstkomandi kl. 15:00-22:00. Þá sömu helgi verður 25 ára afmæli safnsins fagnað og fjórum dögum síðar á Akureyrarkaupstaður 156 ára afmæli.

Blásið verður til mikillar listahátíðar með opnun 6 nýrra sýninga í sölum safnsins, auk þess sem nýtt kaffihús og safnbúð taka til starfa.

Listakonan okkar hún Aðalheiður S. Eysteinsdóttir verður með sýningu við vígsluna. Verkin á sýningu Aðalheiðar, Hugleiðing um orku, fjalla um næringu, náttúru, notagildi, sjálfbærni og samlyndi. Næring líkama og sálar, og tilvist í sátt við náttúruna og samfélagið, eru manneskjunni lífsnauðsynlegir þættir. Ekki aðeins til að lifa af heldur einnig til að gefa lífinu tilgang: að upplifa, elska, nærast, gagnrýna og meðtaka. Oft fær listin fólk til að staldra við og hugsa nýja hugsun og er því tilvalinn vettvangur tilraunastarfsemi. Þar eru engin fyrirfram mótuð svör, reglur eða mælikvarði. Frelsi til sköpunar er algjört og skilningur einstaklingsbundinn.

Sýning Aðalheiðar mun standa fram til 21. október 2018

Sýningar og dagskrá opnunar 25. ágúst:

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Hugleiðing um orku
Salir 4-6 og svalir
25. ágúst - 21. október 2018

Sigurður Árni Sigurðsson
Hreyfðir fletir
Salir 1-3
25. ágúst - 21. október 2018

Hjördís Frímann og Magnús Helgason
Hugmyndir
Salur 7, Safnfræðsla
25. ágúst 2018 - 18. ágúst 2019

Safneign
Úrval – valin verk úr safneign Listasafnsins á Akureyri
Salur 8
25. ágúst 2018 - 11. október 2020

Frá Kaupfélagsgili til Listagils / From Co-op Street to Art Street
Salur 12
25. ágúst 2018 - 18. apríl 2021

Valin verk úr safneign Listasafns ASÍ
Svipir
Salur 9
25. ágúst 2018 - 17. febrúar 2019

Dagskrá 25. ágúst
Opnun kl. 15:00-22:00

Ávörp í sal 11, Ketilhúsi kl. 15.30:
Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri,
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra,
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra,
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.

Tónlist: Dimitrios Theodoropoulos, jassgítar, Jazz tríó Ludvigs Kára: Stefán Ingólfsson, Rodrigo Lopez og Ludvig Kári.

Kl. 16.30: Florakören og Brahe Djäknar á svölum Listasafnsins, efstu hæð.
Kl. 18.00: Florakórinn og Brahe Djäknar í sal 11, Ketilhúsi.
Kl. 20.00: DJ Kveldúlfur í sal 11, Ketilhúsi.

Flæðilína verk eftir Aðalheiði Eysteinsdóttur

Mynd: Flæðilína - verk eftir Aðalheiði Eysteinsdóttur