Nýtt ferðaþjónustufyrirtæki í Fjallabyggð

Mynd: af heimasíðu Amazing mountains
Mynd: af heimasíðu Amazing mountains

Stofnað hefur verið nýtt ferðaþjónustufyrirtæki í Fjallabyggð, Amazing mountains ehf. 

Stofnandi og hugmyndasmiðurinn er Sölvi Lárusson Ólafsfirði en með honum starfar Magnús Þorgeirson. Þeir félagar eru með fimm stykki af Yamaha túrbó vélsleðum til leigu fyrir vana vélsleðamenn og einnig er í boði að aka skíðamönnum á sérsmíðum snjóþotum upp um fjöll og dali.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu fyrirtækisins eða á Facebókar-síðu þeirra.