Nýtt einbýlishús rís í Ólafsfirði

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu nýs einbýlishús í Ólafsfirði. Er það í fyrsta sinn, síðan árið 1995, sem nýtt hús rís í Ólafsfirði. Um er að ræða byggingu einbýlishús við Marabyggð 43.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar úthlutaði fimm lóðum á Flæðunum í Ólafisfirði þann 20. júní 2018 og var mikil eftirspurn eftir lóðunum en þær eru við Bakkabyggð og Mararbyggð.