Nýsköpun í ferðaþjónustu á Norðurlandi - Startup Tourism

Verið velkomin á kynningarfund Startup Tourism á Norðurlandi 6. desember nk. á Hótel Kea, Hafnarstræti 87-89 Akureyri

Ert þú með nýja viðskiptahugmynd á sviði ferðaþjónustu?
Taktu næsta skref með Startup Tourism!

Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ár hvert eru allt að tíu sérvalin sprotafyrirtæki valin til þátttöku og fá þau tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga þeim að kostnaðarlausu.

Markmið verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar á sviði ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra fyrirtækja, fjölga afþreyingarmöguleikum og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring.

Dagskrá

Átt þú erindi í Startup Tourism?
Svava Björk Ólafsdóttir og Sunna Halla Einarsdóttir verkefnastjórar hjá Icelandic Startups

Hælið - setur um sögu berklanna
María Pálsdóttir stofnandi Hælisins og þátttakandi í Startup Tourism 2017

Arctic Trip - ferðaþjónusta í Grímsey
Halla Ingólfsdóttir stofnandi Arctic Trip og þátttakandi í Startup Tourism 2016

IoT í nýsköpun
Ingi Björn Ágústsson sérfræðingur í IoT lausnum hjá Vodafone

Léttar veitingar í boði fyrir gesti.

Umsóknarfrestur til og með 11. desember 2017 á vefsíðu verkefnisins www.startuptourism.is