Nýr starfsmaður hjá Fjallabyggð

Nýr starfsmaður hefur hafið störf við félagsþjónustuna.Starfsmaðurinn heitir Júlía Sæmundsdóttir og er félagsráðgjafi að mennt. Júlía tók formlega til starfa þriðjudaginn 6. október og verður hún með starfsaðstöðu á bæjarskrifstofunni í Ólafsfirði. Við bjóðum Júlíu velkomna í Fjallabyggð.