Nýr starfsmaður hefur tekið til starfa í Fjallabyggð.

Valur Þór Hilmarsson var nýverið ráðinn garðyrkju- og umhverfisfulltrúi hjá Fjallabyggð og hefur hann tekið til starfa.

Valur er giftur Hrafnhildi Vilbertsdóttur og eiga þau hjónin þrjú uppkomin börn. Valur þekkir vel til í Fjallabyggð þar sem hann er fæddur og uppalinn á Ólafsfirði og bjó ásamt konu sinni og börnum á Siglufirði á árunum 1987-1989.