Nýr vefur um rafbíla og hleðslu þeirra

Mynd af vef HMS
Mynd af vef HMS

Stöðug fjölgun rafbíla á Íslandi kallar á nýjar áskoranir. Eigendur rafbíla þurfa að huga að drægni þeirra, búnaði, leyfismálum, öryggi og heimahleðslu - ekki síst í fjölbýlishúsum.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur birt á vef stofnunarinnar viðamiklar upplýsingar er varða rafbíla og hleðslu þeirra. Þar er að finna ýmsan fróðleik líkt og fræðslumyndbönd um hleðsluaðferðir, hleðslutíma, drægni, aflþörf, hleðslu í nýjum og eldri byggingum, leyfismál, kröfur og öryggismál.

Sjá nánar á vef HMS