Nýr skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar

Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, þriðjudaginn 14. ágúst 2018 var samþykkt að ráða Erlu Gunnlaugsdóttur í starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.

Erla hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri sérkennslu við Grunnskóla Fjallabyggðar.

Erla hefur um 25 ára farsæla kennslureynslu í Grunnskóla Siglufjarðar og Grunnskóla Fjallabyggðar. Þá hefur hún sinnt stjórnunarstörfum við sömu skóla, sem deildarstjóri og verkefnisstjóri sérkennslu.

Erla lauk B.Ed-prófi í grunnskólakennarafræði árið 2002 og er með framhaldsmenntun í sérkennslufræðum.

Alls sóttu 3 einstaklingar um starfið og var Erla metin hæfust. Ráðningarferlið var í höndum Fjallabyggðar.

Bjóðum við Erlu velkomna til starfa.