Nýr rekstraraðili tekur við tjaldsvæðum Siglufjarðar

Fjallabyggð hefur gert rekstrarsamning við fyrirtækið Kjarabakka ehf. um rekstur tjaldsvæða Fjallabyggðar á Siglufirði. Starfsmenn fyrirtækisins eru þeir Gestur Þór Guðmundsson og Sigmar Bech og munu þeir annast rekstur og umsjón tjaldsvæðanna sumarið 2018. Tjaldsvæðin á Siglufirði eru tvö, annað staðsett í miðbænum við ráðhústorgið og smábátabryggjuna og hitt sunnan við snjóflóðavarnargarðinn Stóra bola.

Tjaldsvæðið verður opnað föstudaginn 11. maí og verður opið til 15. október.

Upplýsingasími tjaldsvæðisins er 843-9892

Gjaldskrá tjaldsvæða Fjallabyggðar er aðgengileg hér.