Róbert Grétar Gunnarsson nýr deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála

Róbert Grétar Gunnarsson
Róbert Grétar Gunnarsson

Í desember s.l. var gengið frá ráðningu í starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála Fjallabyggðar. Alls sóttu 7 aðilar um stöðuna og var Róbert Grétar Gunnarsson metinn hæfastur.

Róbert Grétar er með Bs. gráðu í íþróttafræðum og heilsuþjálfun frá KHÍ og Med í menntunarstjórnun frá Queen´s University Belfast.

Hann starfaði m.a. sem deildarstjóri,  verkefnastjóri og kennari við Húsaskóla á árunum 2007-2010 og var skólastjóri Grunnskólans á Egilsstöðum og Eiðum á árunum 2006-2007.

Bjóðum við Róbert Grétar velkominn til starfa hjá Fjallabyggð.