Nýjar myndir á vef Fjallabyggðar

Búið er að setja ný myndasöfn inn á vef Fjallabyggðar. Söfnin sem nú hafa verið sett inn eru með myndum af viðburðum sumarsins. Myndirnar eru teknar af Helgu Kvam og Völundi Jónssyni. Völundur er lærður ljósmyndari frá Iðnskólanum í Reykjavík og Massey University í Wellington, New Zealand. Helga er margverðlaunaður áhugaljósmyndari. Þau vinna saman. Á heimasíðu þeirra er hægt að lesa um fyrri verkefni, verðlaun og menntun. http://www.stuckinphotos.com/. Þess má til gaman s geta að afi Helgu er frá Lyngholti og uppalinn á Kleifum.
Von er á fleiri myndum frá þeim Helgu og Völundi m.a. frá Pæjumóti og Berjadögum en einnig landslagsmyndum úr Fjallabyggð sem ætlunin er að nota í útgáfu ferðabæklinga.
Myndasöfnin má finna hér