Nýir skólastjórnendur ráðnir

Á fundi bæjaráðs í morgun voru teknar ákvarðanir varðandi ráðningar nýrra skólastjóra í grunn-, leik- og tónskóla Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkti að ráða Jónínu Magnúsdóttur sem skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, Olgu Gísladóttur sem skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar og Magnús G. Ólafsson sem skólastjóra Tónskóla Fjallabyggðar.
Hægt er að lesa fundargerð bæjarráðs hér.