Ný og betri líkamsræktaraðstaða í Ólafsfirði

Líkamræktin í Ólafsfirði
Líkamræktin í Ólafsfirði

Á síðasta ári var hafist handa við að stækka líkamsræktina í Ólafsfirði. Stækkunin fól í sér að byggð var viðbygging, samtals um 102 m2. Sömuleiðis voru gerðar endurbætur á gömlu aðstöðunni með uppsetningu á nýju loftræstikerfi fyrir allt húsið. Einnig voru líkamsræktartæki meira og minna endurnýjuð.
Framkvæmdum er nú lokið og verður ný aðstaða formlega tekin i notkun í næstu viku. Þrátt fyrir það verður opnað í fyrramálið, föstudaginn 20. janúar, kl. 06:30, og geta allir áhugasamir mætt í ræktina og tekið vel á því. Óhætt er að segja að hin nýja endurbætta aðstaða muni gjörbreyta allri aðstöðu til hins betra fyrir þá sem stunda líkamsrækt og eða lyftingar.

Líkamsræktin í Ólafsfirði

Líkamsræktin í Ólafsfirði