Ný og betri líkamsrækt í Ólafsfirði

Óskar Ingvarsson tekur fyrstu lyftu
Óskar Ingvarsson tekur fyrstu lyftu

Ný og betri líkamsrækt í Ólafsfirði var formlega vígð í gær 26. janúar kl. 16:30

Formleg dagskrá var Í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar og fram komu Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri, S. Guðrún Hauksdóttir en hún flutti ávarp f.h. bæjarstjórnar og Þórarinn Hannesson formaður UÍF sem einnig flutti ávarp. Að því loknu var gengið yfir í ræktina. 

Óskar Ingvarsson og Kara Gautadóttir Íslands- og norðurlandameistarar í kraftlyftingum ungmenna tóku síðan formlega fyrstu lyftur. 

Hönnuðum og verktökum er þakkað sérstaklega gott og ötult starf. En hönnuðir verksins voru þeir Ævar Harðarson arkitekt og Mannvit verkfræðihönnun.

Aðalverktaki var GJ smiðir ásamt undirverktökum þeim Árni Helgason ehf. sem annaðist alla jarðvinnu, JVB pípulagnir, Vélsmiðja Ólafsfjarðar, stálsmíði, Raftækjavinnustofan og Ingvi Óskarsson, raflagnir, Blikkrás ehf. loftræstikerfi, Klemenz Jónsson, dúklagning, Múriðn, múrverk og Málningarþjónustan, málun.

Nokkrar myndir frá vígsluathöfninni.

Gunnar I. Birgisson og Guðrún Hauksdóttir Gunnar I Birgisson býður fólk velkomið

 Guðrún Hauksdóttir       Þórarinn Hannesson

Sundlaugin á Ólafsfirði Óskar Ingvarsson og Kara Gautadóttir Íslands- og norðurlandameistarar í kraftlyftingum ungmenna