Ný hleðslustöð við Ráðhús Fjallabyggðar

Orkusalan færði Fjallabyggð, sem og öllum sveitarfélögum á landinu, hleðslustöð fyrir rafbíla í lok árs 2016 þegar Orkusalan fór af stað með verkefnið Rafbraut um Ísland. Alls voru afhentar um 80 stöðvar. 
Með þessu er ætlunin að byggja upp net hleðslu­stöðva um land allt. Það skipt­ir miklu máli að mögu­legt sé að kom­ast í raf­hleðslu­stöðvar sem víðast, því það eyk­ur notk­un­ar­mögu­leika þeirra sem kjósa að aka um á raf- og tvinn­bíl­um. Það hefur hingað til verið erfitt vegna fárra hleðslu­stöðva umhverfis landið.

Hefur hleðslustöð nú verið komið fyrir við Ráðhús Fjallabyggðar, nánar tiltekið á norðuhlið hússins næst bílastæðunum.