Ný heimasíða Port of Siglufjörður

Port of Siglufjörður
Port of Siglufjörður

Ný heimasíða hefur verið sett í loftið fyrir Siglufjarðarhöfn. Heimasíðan er kóðuð sem þýðir að hún aðlagast mismunandi skjástærðum.

Á síðunni er meðal annars að finna allar helstu upplýsingar um höfnina og dagatal "Cruise calendar" þar sem allar upplýsingar um heimsóknir skemmtiferðaskipa er að finna sumarið 2017. Í Cruise calendar er hægt er að sjá komu- og brottfaratíma, ásamt upplýsingum um fjölda farþega og áhafnar. Einnig er hægt að sjá stærðir skipa og staðsetningu þeirra hverju sinni.

Heimasíðan er höfð á ensku til einföldunar og þæginda fyrir erlenda ferðamenn.

Heimasíðuna er hægt að skoða á Fjallabyggd.is/port/siglufjardarhofn

Áfram verður unnið við að bæta inn efni á síðuna og eru allar ábendingar og tillögur vel þegnar á netfangið lindalea@fjallabyggd.is