Ný fræðslustefna - Hvað er Frístund?

Frístund er samstarfsverkefni grunnskólans, íþróttafélaga í Fjallabyggð og Tónlistarskólans á Tröllaskaga.

Starfið fer fram í klukkustund daglega, strax að skóladegi loknum hjá nemendum 1. – 4. bekkjar. Starfið er valfrjálst. Nemendur eru skráðir í frístundarstarfið hálfan vetur í einu en ef nauðsyn krefur er hægt að endurskoða skráningu um hver mánaðarmót. Börn sem sækja íþróttaæfingar hjá íþróttafélögum á Frístundartímanum greiða æfingargjöld til íþróttafélaganna og þau börn sem sækja einstaklingstíma þ.e.a.s. tónlistar- eða söngnám í þessum tímum eru skráðir nemendur í tónlistarskólanum og greiða skólagjöld til hans. Að öðru leyti er starf í Frístund nemendum að kostnaðarlausu. Dæmi um viðfangsefni sem eru endurgjaldslaus er hópastarf og kórstarf hjá tónlistarskólanum, frjáls leikur, frístundafjör, lestur á bókasafni, skák og sund.

Á meðfylgjandi mynd má sjá val um viðfangsefni á vorönn 2018.

Frístund vor 2018

Litaðir reitir er það val sem er gjaldskylt.

Nemendum sem sækja Frístund í íþróttahúsi eða sundlaug er ekið til og frá íþróttahúss. Eftir að Frístund lýkur fara nemendur í lengda viðveru þar sem það á við. Starfsfólk skólans hjálpa nemendum að halda utan um hvert hver nemandi fer. Eftir Frístund fá nemendur ávaxtabita áður en farið er í lengda viðveru eða heim. Lengd viðvera er frá 14.30 – 16.00 og fyrir hana er greitt samkvæmt gjaldskrá.