Nú fer hver að verða síðastur!

Eins og flestir vita tók ný löggjöf um ferðamál gildi þann 1. janúar sl. og hefur hún í för með sér að leyfi ferðaskipuleggjenda og skráningar bókunarþjónusta falla úr gildi þann 1. apríl nk. Fyrir þann tíma þurfa þeir aðilar sem ætla að halda áfram starfsemi að endurskilgreina starfsemi sína og sækja um nýtt leyfi sem ferðasali dagsferða eða ferðaskrifstofa, eftir eðli starfseminnar.

Ekkert leyfisgjald

Sé sótt um fyrir 1. apríl er ekki tekið leyfisgjald vegna umsóknanna. Umsækjendur þurfa að greiða kostnað vegna vottorða eftir því sem við á og þeir sem þurfa Ferðaskrifstofuleyfi greiða kostnað vegna mats á tryggingarfjárhæð.

Sótt er um í gegnum þjónustugátt Ferðamalastofu.